Wikipedia:Gæðagreinar/Philadelphia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Independence Hall

Philadelphia er sjötta stærsta borg Bandaríkjanna og stærsta borg Pennsylvaníu. Frá árinu 1854 hafa borgarmörkin verið þau sömu og sýslumörk Philadelphiasýslu og frá 1952 hafa borgar- og sýsluyfirvöld spannað yfir sama landsvæðið, en samt sem áður er sýslan enn til sem sérstakt svæði í Pennsylvaníu. Íbúafjöldi borgarinnar 1. júlí 2006 var áætlaður 1.448.394. Í borginni er þriðji stærsti miðbæjarkjarni Bandaríkjanna, á eftir New York og Chicago. Philadelphia er næststærsta borgin á austurströnd Bandaríkjanna á eftir New York.

Stórborgarsvæði Philadelphiu er það fjórða stærsta í Bandaríkjunum samkvæmt núverandi opinberri skilgreiningu en á svæðinu búa um 5,7 milljónir manna.Samkvæmt öðrum skilgreiningum er stórborgarsvæði Philadelphiu það sjötta stærsta á eftir stórborgarsvæði San Francisco og Washington-Baltimore. Philadelphia er helsta borgin á stórborgarsvæði Delawaredals.

Lesa áfram um Philadelphia...