Wikipedia:Gæðagreinar/Alþingiskosningar 2007

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
texti undir mynd

Alþingiskosningarnar 2007 voru haldnar laugardaginn 12. maí 2007. Á kjörskrá voru 221.368 og kjörsókn var 83,6%. Stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hélt eins sætis þingmeirihluta en hafði áður þriggja sæta meirihluta. Framsóknarflokkur fékk lægsta fylgið í sögu flokksins en Samfylkingin tapaði einnig fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig þremur mönnum en Vinstri græn unnu stærsta sigurinn og bættu við sig fjórum mönnum. Frjálslyndi flokkurinn fékk ríflega 7% fylgi og hélt fjórum þingmönnum.

Tvö ný flokksframboð voru tilkynnt fyrir kosningarnar. Annars vegar Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja, sem unnu að hagsmunum eldri borgara og öryrkja. Tíu dögum fyrir kosningarnar tilkynntu Baráttusamtökin um að þau hefðu hætt við framboð, en framboðslistar þeirra höfðu ekki borist í tíma nema í Norðausturkjördæmi. Hitt nýja framboðið var Íslandshreyfingin, flokkur með Margréti Sverrisdóttur og Ómar Ragnarsson í fararbroddi með áherslu á umhverfismál. Hún hlaut 3,3% atkvæða á landsvísu en náði ekki inn manni.

Lesa áfram um Alþingiskosningar 2007...