Watergate-nefndin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Watergate nefndin)
Jump to navigation Jump to search

Watergate nefndin var sett á fót í febrúar 1973. Hún var sérstök nefnd skipuð af öldungadeildarþingi Bandaríkjanna til að rannsaka innbrot í Watergate bygginguna og það hneyksli sem kom upp síðar. Þetta var gert eftir að komst upp að innbrotsþjófunum hafði verið sagt að brjótast inn í höfuðstöðvar demókrataflokksins af endurkjörsnefnd Richard Nixon og koma þar fyrir hljóðnemum. Formlegt nafn nefndarinnar var Sérstök rannsóknarnefnd stjórnmálabaráttu innan forsetaframboða.[1] Í stað þess að láta þar við sitja var nefndin, með Sam Ervin í stjórn, beðin um að rannsaka málið enn frekar.

Þessi nefnd gegndi lykilhlutverki við að safna sönnunargögnum sem myndu verða til þess að 40 starfsmenn stjórnsýslunnar yrðu ákærðir og nokkrir af aðstoðarmönnum Nixon yrðu sakfelldir fyrir meðal annars að standa í vegi fyrir réttlæti. Uppljóstranir nefndarinnar urðu til þess að greinar landsdóms voru kynntar fyrir neðdri deild þingsins gegn forsetanum. Þetta leiddi á endanum til afsagnar Nixon. Nixon hefði að öllum líkindum verið kærður fyrir hindrun réttlætis og er það nógu alvarlegt til að hann yrði færður fyrir landsdóm.

Watergate hneykslið[breyta | breyta frumkóða]

Watergate hneykslið er nafn yfir hneykslismál sem kom upp árið 1972 vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum. Þá voru fimm menn handteknir fyrir að hafa brotist inn í höfuðstöðvar Demókrataflokksins. Þeir uppljóstruðu að þeir væru að vinna fyrir Richard Nixon, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og að þeir hefðu fengið borgað úr fjármagnssjóð Nixon fyrir endurkjör.

Sögulegt mikilvægi nefndarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Nefndin kom upp um eitt mesta hneykslismál innan Bandarískra stjórnmála og varð til þess að Richard Nixon þurfti að segja af sér þar sem annars hefði hann átt yfir höfði sér landsdóm. Réttarhöld nefndarinnar gegn Nixon urðu mjög vinsæl meðal almennings og um 319 klukkustundir af efni var sent út sem að yfir 85% íbúa Bandaríkjanna sáu á einum tímapunkti eða öðrum.[2] CBS, NBC og ABC auk PBS voru helstu sjónvarpsstöðvarnar sem sýndu frá réttarhöldunum.

Stafsmenn nefndarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Meðlimir Watergate nefndarinnar voru:

Demókratar:

Repúblikanar:

Nefndin var með tvo ráðgjafa, Sam Dash og Fred Thompson, sem ráðlögðu meðlimum nefndarinnar. Rannsóknarmenn nefndarinnar voru:

Hljóðupptökur[breyta | breyta frumkóða]

Watergate hljóðupptökurnar eru safn upptaka sem innihalda samræður á milli Nixon og ýmissa starfsmanna Hvíta Hússins. Þær fyrstu eru frá 1971 og ná til 18. júlí 1973. Watergate nefndin hafði að minnsta kosti tvær ástæður fyrir því að halda að þessar upptökur væru til. Í fyrsta lagi innihéldu gögn sem lögmaður Nixon, Fred Buzhardt, lét nefndina fá svo virðist sem orðréttar samræður á milli Nixon og John Dean. Í öðru lagi var framburður Dean fyrir rétti grunsamlegur þar sem að Dean sagði að Nixon hefði spurt sig leiðandi spurninga og hann hefði fengið á tilfinninguna að herbergið væri hljóðritað. 16. júlí árið 1973 ljóstraði Alexander Butterfield því upp fyrir nefndinni að Nixon hefði beðið um hljóðritunarkerfi í Hvíta Húsið.

Fyrst um sinn neitaði Nixon að gefa frá sér upptökurnar og sagði að þær væru nauðsynlegar öryggi Bandaríkjanna. Árið 1974 gaf Hvíta Húsið frá sér upptökurnar. Ein af þeim var kölluð „smoking gun“ tape frá 23. júní 1972, sex dögum eftir Watergate innbrotin. Sú upptaka sannaði sekt forsetans í þessu máli og síðan þá hefur frasinn „smoking gun“ verið notaður yfir sönnunargögn sem gegna veigamiklu hlutverki.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Watergate Leaks Lead to Open Hearings". . Skoðað 26. október2010.
  2. „WATERGATE". . Skoðað 26. október2010.
  3. „INVESTIGATIONS: The $100,000 Misunderstanding". . Skoðað 26. október2010.