Voltaísk tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Voltaísk tungumál eða gurmál eru flokkur um 70 nígerkongómála sem töluð eru á sahel- og savannasvæðum við efra Volta-fljót á Vestur-Afríku, nánar tiltekið í Búrkína Fasó, suður Malí, norðaustur Fílabeinsströndinni, norður Gana og Tógó, norðvestur Benín, suðvestur Níger og norðvestur Nígeríu. Til voltaískra mála teljast bóbó, dagbaní, lóbí, senarí og múrí. Múri er það voltaíska mál sem sér á flesta mælendur. Mörg gurmála eru tónamál.

Trúboðinn og fræðimaðurinn Sigismund Kölle minntist fyrstur manna á tólf mismunandi gurmál í riti sínu Polyglotta Africana, sem kom út árið 1854. í dag eru þessi tungumál þó aðeins álitin vera tíu talsins.

Gurmálum er skipt í sjö flokka;

  1. Koromfé
  2. Oti-Volta
  3. Bwamu
  4. Grũsi (Gurunsi)
  5. Kirma-Lobi
  6. Dogoso-Khe
  7. Doghose-Gan
  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.