Fara í innihald

Vjosa Osmani

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vjosa Osmani
Osmani árið 2023.
Forseti Kósovó
Núverandi
Tók við embætti
4. apríl 2021
ForsætisráðherraAlbin Kurti
ForveriGlauk Konjufca (starfandi)
Í embætti
5. nóvember 2020 – 22. mars 2021
ForsætisráðherraAvdullah Hoti
ForveriHashim Thaçi
EftirmaðurGlauk Konjufca (starfandi)
Persónulegar upplýsingar
Fædd17. maí 1982 (1982-05-17) (43 ára)
Titova Mitrovica, Kósovó, Serbíu, Júgóslavíu
ÞjóðerniKósovó-albönsk
StjórnmálaflokkurÓflokksbundin (2021–)
Guxo (2021)
Lýðræðisbandalag Kósovó (til 2020)[1]
MakiPrindon Sadriu (g. 2012)[2]
HáskóliPristina-háskóli (BA)
Pittsburgh-háskóli (LLM, SJD)
Undirskrift

Vjosa Osmani-Sadriu (f. 17. maí 1982) er kósóvó-albönsk stjórnmálakona og lögfræðingur sem hefur verið forseti Kósovó frá apríl 2021. Hún var starfandi forseti landsins frá nóvember 2020 til mars 2021.[3] Hún var jafnframt forseti þings Kósovó frá 2020 til 2021.

Menntun og starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Vjosa Osmani nam lögfræði við Pristina-háskóla frá 2001 til 2004 og útskrifaðist með hæstu einkunn í bekknum. Hún stundaði síðan mastersnám í þjóðarétti og alþjóðlegum verslunarrétti við Pittsburgh-háskóla í Bandaríkjunum.[4] Hún varð síðan prófessor við bandaríska háskólann RIT Kosovo í Pristina og gestaprófessor við Pittsburgh-háskóla.

Eftir að hún sneri aftur til Kósovó árið 2006 varð Osmani starfsmannastjóri og lögfræðiráðgjafi þáverandi forseta Kósovó, Fatmir Sejdiu. Hún sat í nefnd sem vann að drögum að stjórnarskrá Lýðveldisins Kósovó og varð, eftir sjálfstæðisyfirlýsingu Kósovó árið 2008, meðlimur í lögmannateymi Kósovó sem færði rök fyrir því við Alþjóðadómstólinn að sjálfstæðisyfirlýsingin stæðist alþjóðalög. Á sama tíma nam Osmani alþjóðlegan mannréttindarétt við Pristina-háskóla frá 2006 og við RIT Kosovo frá 2010. Hún var jafnframt ein stofnenda lögmannsstofunnar First Legal Solutions í Pristina árið 2010.[4] Hún starfaði við Pittsburgh-háskóla sem gestafyrirlesari frá 2010 til 2011 og kenndi þar námskeið í ríkisuppbyggingu. Árið 2015 skilaði hún doktorsritgerð sinni, sem fjallaði um hvernig Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja hefur áhrif á lög Kósovó um opinber innkaup. Osmani útskrifaðist með gráðuna Doctor of Juridical Science (SJD).[5]

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Osmani hóf stjórnmálaferil sinn sem meðlimur í Lýðræðisbandalagi Kósovó (Lidhja Democratike e Kosovës; LDK), frjálslyndum íhaldsflokki sem var leiddur af Fatmir Sejdiu. Hún var kjörin í stjórn flokksins árið 2010. Osmani sat á þingi frá 2011 þar til hún var kjörin forseti.[4]

Osmani var forsætisráðherraefni Lýðræðisbandalagsins í þingkosningum Kósovó árið 2019.[6] Hún sagði þjóðina reiðubúna fyrir fyrsta kvenforsætisráðherra sinn og logaði að berjast gegn spillingu og vinna að umbótum í átt að markaðshagkerfi.[7]

Forseti Kósovó

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 4. apríl 2021 kaus þingið Osmani forseta lýðveldisins í þriðju atkvæðagreiðslu með 71 atkvæði af 120.[8]

Árið 2012 giftist Osmani Prindon Sadriu. Hjónin eiga tvíburadætur.[9]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „A po largohet Vjosa Osmani nga LDK-ja? Kjo është deklarata e saj“. Kanal10 (albanska). 7. september 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 29 nóvember 2020. Sótt 8 nóvember 2020.
  2. „Prindon Sadriu: Në MPJ jam punësuar para se të martohesha me Vjosa Osmanin“. Gazeta Express (albanska). 27 nóvember 2018. Afrit af uppruna á 15 apríl 2021. Sótt 5 apríl 2021.
  3. „Kurti kandidat i VV-së për kryeministër, Osmani për presidente“. Koha Ditore (albanska). 14 janúar 2021. Afrit af uppruna á 8 febrúar 2021. Sótt 14 janúar 2021.
  4. 4,0 4,1 4,2 „Curriculum Vitae Vjosa Osmani“ (enska). Pristinas universitet. 14 apríl 2021. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 28. mars 2019. Sótt 3 október 2023.
  5. „Pitt Law Alumna Vjosa Osmani Nominated by LDK as candidate for prime minister of Kosovo | School of Law | University of Pittsburgh“ (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 8 apríl 2021. Sótt 3 október 2023.
  6. „Vjosa Osmani, the woman taking on Kosovo's 'nasty' politics to be PM“. www.msn.com.
  7. Franziska Tschinderle, Pristina. „Sie trägt die Hoffnung der Jungen und der Frauen – Vjosa Osmani könnte Kosovos erste Ministerpräsidentin werden | NZZ“ (þýska). Sótt 3 október 2023.
  8. „Vjosa Osmani zur Staatspräsidentin des Kosovo gewählt“. Der Spiegel (þýska). Sótt 3 október 2023.
  9. AFP, French Press Agency- (4 apríl 2021). „Kosovo parliament elects reformist lawyer Osmani as president“. Daily Sabah (bandarísk enska). Sótt 23 júní 2021.


Fyrirrennari:
Glauk Konjufca
(starfandi)
Forseti Kósovó
(4. apríl 2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti
Fyrirrennari:
Hashim Thaçi
Forseti Kósovó
(starfandi)
(5. nóvember 2020 – 22. mars 2021)
Eftirmaður:
Glauk Konjufca
(starfandi)