Virunga-þjóðgarðurinn
Útlit


Virunga-þjóðgarðurinn er þjóðgarður í Austur-Kongó í Afríku. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1925 og er einn elsti þjóðgarður í Afríku. Hann er um 7.800 ferkílómetrar að stærð. Þjóðgarðurinn er mikilvægt varðveislusvæði margra dýrategunda svo sem ýmissa tegunda af górillum, simpasa, ókapa, ljóna, fíla og flóðhesta.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Virunga-þjóðgarðurinn.