Vilhjálmur Tell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stytta af Vilhjálmi og syni hans (ca. 1900)

Vilhjálmur Tell er goðsagnakennd hetja sem átti að hafa lifað í kantónunni Uri í Sviss við byrjun 14. aldar. Það má deila um það hvort hann hafi verið til eða ekki.

Goðsögnin um Villhjálm Tell[breyta | breyta frumkóða]

Keisarar af Habsborgarætt voru á sínum tíma að reyna að sölsa undir sig Uri. Lénsherran Í bænum Altdorf, sem hét Hermann Gessler, lét reisa stöng með húfu á sem allir voru skyldugir að hneigja sig fyrir. Vilhjálmur Tell neitaði að hneigja sig fyrir stönginni og var handtekinn fyrir vikið. Refsing hans var ákveðin og var hann var neyddur til þess að skjóta af lásboga á epli sem sett hafði verið á höfuð sonar hans. Ef hann neitaði þá yrðu þeir báðir teknir af lífi, en ef hann hitti marks þá yrði honum gefið frelsi. Vilhjálmur lét þetta yfir sig ganga, spennti lásbogann og hafði aðra örina í örvamæli sínum til öryggis. Hann miðar nú vel og skaut og klauf eplið á höfði sonar síns. Þegar þetta var afstaðið spurði Gessler Vilhjálm hvað hann hefði ætlað sér að gera með seinni örina. Vilhjálmur svaraði þá að ef hann hefði misst marks og drepið son sinn þá hefði hann notað hana til þess að drepa Gessler sjálfan. Gessler reiddist við þessi orð og lét handtaka Vilhjálm, binda og fara með hann í kastala sinn í Küssnacht. Vilhjálmur náði þó að flýja þegar verið var að flytja hann þangað og fór í eigin erindagjörðum til Küssnacht og skaut Gessler með síðari örinni. Samkvæmt goðsögninni var þessi ögrun Vilhjálms Tells kveikjan að uppreisn sem leiddi síðan til þess að ríkið Sviss var stofnað.