Viktoría Spans - Íslenzk lög gömul og ný

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Viktoría Spans - Íslenzk lög gömul og ný
Forsíða Viktoría Spans - Íslenzk lög gömul og ný

Bakhlið Viktoría Spans - Íslenzk lög gömul og ný
Bakhlið

Gerð SG - 131
Flytjandi Viktoría Spans
Gefin út 1980
Tónlistarstefna Sönglög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur

Viktoría Spans - Íslenzk lög gömul og ný er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1980. Á henni syngur Viktoría Spans gömul íslensk þjóðlög og íslensk sönglög. Jaap Spigt leikur á hapsicord og Bauke van der Meer á píanó.


Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Syngur Lóa Hljóðdæmi 
 2. Fagurt er í fjörðum
 3. Ólafur og Álfamær
 4. Góða veizlu gjöra skal
 5. Forðum tíð einn brjótur brands
 6. Sof þú, blíðust barnkind mín
 7. Bar svo til í byggðum
 8. Blástjarnan þótt skarti skært
 9. Það er svo margt ef að er gáð
 10. Hættu að gráta hringaná
 11. Ó, mín flaskan fríða
 12. Stóðum tvö í túni
 13. Fagurt galaði fuglinn sá
 14. Sumarið þegar setur blítt
 15. Veröld fláa sýnir sig
 16. Kvölda tekur sest er sól
 17. Elín Helena - Lag - texti: Gunnar Reynir Sveinsson — Steinn Steinarr
 18. Utan hringsins - Lag - texti: Jón Ásgeirsson — Steinn Steinarr
 19. Siesta - Lag - texti: Atli Heimir Sveinsson — Steinn Steinarr
 20. Stríðið - Lag - texti: Gunnar Reynir Sveinsson — Halldór Laxness
 21. Sléttuband - Lag - texti: Fjölnir Stefánsson - Þorsteinn Valdimarsson
 22. Tileinkun - Lag - texti: Gunnar Reynir Sveinsson — Steinn Steinarr
 23. Ég get ekki gleymt þér - Lag - texti: Jónas Tómasson - Nína Björk Árnadóttir
 24. Dans - Lag - texti: Gunnar Reynir Sveinsson - Halldór Laxness


Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Viktoría Spans, messó-sópran, syngur gömul íslenzk þjóðlög á A hlið þessarar plötu en á B hlið plötunnar syngur hún ný íslensk lög eftir höfunda úr röðum yngri tónskálda þjóðarinnar. Nokkur laganna voru meira að segja samin fyrir hana með þessa hljómplötu í huga. Titill plötunnar ber því nafn með rentu: Íslenzk lög - gömul og ný.

Viktoría Spans fæddist í Reykjavík, en kornung fluttist hún með íslenzkri móður sinni og hollenzkum föður til Hollands, þar sem hún ólst upp og gekk í skóla. Síðar tók við tónlistarnám, sem hún lauk á fimm árum. Þar á eftir komu einkatímar hjá Carlo Bino,sem þjálfaði rödd hennar samkvæmt hinum svonefnda "gamla-ítalska" belcanto stíl, sem Bino hafði einmitt lært hjá Tito Schipa. Að loknu tónlistarnámi og einkatímum hóf Viktoría Spans að starfa sem söngkona. Hún hefur komið fram á hljómleikum með kórum og hljómsveitum og haldið einleikshljómleika í heimalandi sinu, Hollandi, auk margra annarra landa, auk þess sem hún hefur mikið gert af þvi að syngja í útvarpi og það sérstaklega í sjónvarpi víða um lönd. Hún hefur allsstaðar verið eftirsótt söngkona þar sem hún er jafnvel heima í að syngja lög hinna eldri tónskálda svo sem Bachs og Mozarts sem hinna yngri eins og Gerswhins. Hún hefur gert margar plötur fyrir CBS og EMI í Hollandi en þetta er fyrsta plata hennar þar sem hún syngur á íslenzku og um leið fyrsta plata hennar fyrir íslenzkt hljómplötufynrtæki, en platan verður jafnframt gefin út í Hollandi svo búast má við að hinn fallegi söngur Viktoríu Spans vekji athygli úti í hinum stóra heimi á íslenzkum lögum - gömlum og nýjum.

 


Viktoria Spans, mezzo-sopran, sings old Icelandic folk songs on the A side of this record. The songs on the B side are on the other hand all brand new, written by the younger lcelandic composers, and in fact, some of them especially written for Viktoria with this record in mind. So the title on this record is appropriate: Icelandic songs - old and new.

Viktona Spans was born in Reykjavík, the capital of Iceland. Her Icelandic mother and a Dutch father took her to Holland at a very early age, where she had her schooling and later a conservatory education, the latter which she finished within five years. After that she took singing lessons with Carlo Bino who schooled her voice according to the old-ltalian belcanto method, which he himself had been taught by Tito Schipa, and to which some other well-known singers owe their reputation as well. After that Viktoria became a professional singer and is equally at home singing Bach or Mozart as well as Gershwin or opera and oratorio. In Holland as well as abroad she has performed on the stage and on television and radio. Viktona Spans has made several record for CBS and EMI in Holland, but this is her first record where she sings in Icelandic and also her first record for an Icelandic record company.