Victoria Peak
Útlit
Victoria Peak (hefðbundin kínverska: 太平山頂) er fjall í Hong Kong í Kína. Fjallið stendur á vesturhluta Hong Kong-eyju. Það er 552 metra hátt og hæsta fjall eyjunnar. Það er vinsæll ferðamannastaður vegna stórkostlegs útsýnis yfir miðborg Hong Kong, höfnina og nálægar eyjar.