Vestur-Afríkutími
Útlit

Vestur-Afríkutími (enska: West Africa Time eða WAT) er tímabelti sem er notað í Vestur-Afríku.[1] Það er einum klukkutíma á undan UTC (UTC+01:00) sem er sami tími og er notaður í Mið-Evróputíma (CET) um veturna, og í sumartíma Vestur-Evrópu (WEST) og Bretlands (BST).
Þar sem þessi tími er mest notaður í hitabeltinu er lítill munur á lengd dags yfir árið og er þar með ekki notast við sumartíma.
Vestur-Afríkutími er tímabelti fyrir eftirfarandi lönd/svæði:
Alsír (sem Mið-Evróputími)
Angóla
Benín
Gabon
Kamerún
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (vesturhluti)
Lýðveldið Kongó
Marokkó (sem Mið-Evróputími)
Mið-Afríkulýðveldið
Miðbaugs-Gínea
Níger
Nígería
Tjad
Túnis (sem Mið-Evróputími)
Vestur-Sahara
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „West Africa Time Zone - WAT“. worldtimeserver.com. 8 janúar 2016. Sótt 20 nóvember 2019.