Verkfræðisveit Bandaríkjahers

Verkfræðisveit Bandaríkjahers (enska: United States Army Corps of Engineers, skammstafað USACE) er deild innan landhers Bandaríkjanna sem fæst við hernaðarverkfræði. Hún hefur þrjú undirsvið: verkfræðiherdeild, hernaðarbyggingar og mannvirkjagerð. Verkfræðisveitin hefur 37.000 starfsmenn, sem gerir hana að einni stærstu hönnunar- og verkfræðistofu heims.[1] Um 97% starfsfólks sveitarinnar er borgaralegt starfsfólk. Aðeins 3% eru í herþjónustu. Starfsfólk er að mestu staðsett í Bandaríkjunum, Evrópu og nokkrum stöðum í Mið-Austurlöndum.
Staða yfirverkfræðings Bandaríkjahers var stofnuð árið 1775, og sérstök verkfræðisveit var stofnuð 1779. Núverandi verkfræðisveit var stofnuð árið 1802. Landmælingasveit Bandaríkjahers rann saman við verkfræðisveitina árið 1863. Meðal þekktustu verkefna sveitarinnar eru bygging Washington-minnismerkisins í Washington D.C. 1884, gerð Panamaskurðarins 1914, byggingar fyrir Manhattanverkefnið 1942-1946, bygging Pentagon á aðeins 16 mánuðum 1943, og Kennedy-geimferðamiðstöðin 1961.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „About -- Headquarters U.S. Army Corps of Engineers“. usace.army.mil. Sótt 12 janúar 2015.
- ↑ Marcia Wendorf (30. mars 2020). „The Dexterous History of the U.S. Army Corps of Engineers“. Interesting Engineering.