Verðleikavara

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Verðleikavara eða hollvara er vara sem álitið er að fólk ætti að nota á grundvelli einhvers gildismats annars en þess að hún svari eftirspurn. Það að eitthvað sé verðleikavara er oft nefnt sem ástæða fyrir því að ríkisvaldið eða annar aðili gefi vöruna og réttlæting fyrir því að framboð hennar sé tryggt óháð eftirspurn á markaði. Dæmi um slíkar vörur eru t.d. ýmis heilbrigðisþjónusta, menntun og listir, sem talið er að hafi jákvæð ytri áhrif, þ.e. að fleiri njóta þeirra en neyta þeirra, og sú hugmynd að neytendur meti gæði vöru fremur á grundvelli skammtímasjónarmiða en langtímasjónarmiða sem leiði til minni eftirspurnar eftir verðleikavöru en kostir hennar gefi tilefni til.

Andstæðan við verðleikavöru er vara sem talin er óverðug eða óholl þrátt fyrir að næg eftirspurn sé eftir henni. Dæmi um þetta eru t.d. sælgæti, tóbak, áfengi, eiturlyf, vændi og fjárhættuspil, sem eru talin óæskileg á öðrum forsendum en markaðsforsendum.

Hugtakið var fyrst sett fram af þýsk-bandaríska hagfræðingnum Richard Musgrave í greininni „A Multiple Theory of Budget Determination“ sem birtist í FinanzArchiv árið 1957.