Fara í innihald

Venusargildra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Venusargildra
Gapandi lauf Venusargildrunnar
Gapandi lauf Venusargildrunnar
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Hjartagrasbálkur (Caryophyllales)
Ætt: Sóldaggarætt (Droseraceae)
Ættkvísl: Dionaea
Tegund:
Venusargildra

Tvínefni
Dionaea muscipula
Sol. ex Ellis (1768)
Heimkynni
Heimkynni
Samheiti
  • Dionaea corymbosa
    (Raf.) Steud. (1840)
  • Dionaea crinita
    Sol. (1990) nom.superfl.
  • Dionaea dentata
    D'Amato (1998) nom.nud.
  • Dionaea heterodoxa
    D'Amato (1998) nom.nud.
  • Dionaea muscicapa
    St.Hil. (1824) sphalm.typogr.
  • Dionaea sensitiva
    Salisb. (1796)
  • Dionaea sessiliflora
    (auct. non G.Don: Raf.) Steud. (1840)
  • Dionaea uniflora
    (auct. non Willd.: Raf.) Steud. (1840)
  • Drosera corymbosa
    Raf. (1833)
  • Drosera sessiliflora
    auct. non G.Don: Raf. (1833)
  • Drosera uniflora
    auct. non Willd.: Raf. (1833)

Venusargildra (eða flugugrípur [1]) (fræðiheiti: Dionaea muscipula) er fjölær kjötætuplanta af sóldaggarætt. Plantan er þekkt fyrir að grípa um og melta flugur, kóngulær og önnur skordýr. Hún er eina plantan af ættkvíslinni Dionaea og á uppruna sinn á litlu svæði í norður og suður Carolina, þar sem hún lifir aðalega í rökum og mosa vöxnum svæðum. Þar sem venusargildran er planta og þar af leiðandi ljóstillífandi líffvera þá reiða þær sig ekki á dýr fyrir orku heldur nota þær næringu úr dýrum til þess að komast af í slæmum jarðvegi.

Það er talið að venusargildrur geti lifað í allt að 20 ár, en ástand tegundarinnar er viðkvæmt samkvæmt rauða lista IUCN[2] og eru þær meðal annars í hættu vegna eyðileggingar búsvæða og vegna þess að þær eru teknar í of miklu magni úr náttúrunni. Venusargildran er vinsæl pottaplanta en flestar plönturnar sem eru í sölu hafa verið teknar frá minnkandi villtum stofnum.[3]


Plantan sjálf er græn og rauð-bleik á lit. Hún vex í votum og súrum jarðvegi sem skortir oft nauðsynleg næringarefni. Plantan þarf að vera undir opnum himni, ekki undir trjám, til þess að lifa. Venusarplantan æxlast eins og aðrir dulfrævingar, frjóvguð blóm bera fræ og blómgast plantan á hverju ári.[4]

Stilkur blaðanna er um 20-30 cm langur og efst ber plantan nokkur hvít blóm, blaðkan sjálf fremur lítil og kringuleit en hún er gerð úr tveimur bleðum sem falla saman þegar bráð er náð. Á jöðrum bleðanna eru broddhár, og þegar laufin læsa sig um dýr, virka þau líkt og rimlar og halda því innilokuðu.[5]

Venusargildran er kjötæta en það er óalgengt meðal platna þar sem flestum plöntum nægir ljóstillífun og næring úr jarðvegi. Á plöntunum eru sex viðkvæm hár sem nema þegar að bráð kemur við þau og þá lokast blöðin utan um dýrið. Til þess að plantan eyði ekki orku ef dýrið er ekki lengur þar þá lokast blöðin aðeins þegar að hárin hafa verið snert nokkrum sinnum.[6] Í venjulegu hitastigi að degi til þá geta blöðin lokast á aðeins hálfri sekúndu.[7] Broddhárin sem eru á jöðrum blaðanna leggjast þétt saman og sjá til þess að dýrið komist ekki í burtu.[8]

Kirtlar á yfirboði blaðsins framleiða meltingarsafa sem leysir dýrið upp og blöðin þrýstast saman sem kremur dýrið. Það er mismuandi hversu lengi það tekur plöntuna að melta dýrið eftir því hversu stór bráðin er en það getur tekið allt að þrjár vikur og á meðan eru blöðin samanklemmed allan tíman.[9] Eftir að lauf hefur veitt þrjú til fjögur dýr þá deyr það.[10] Venusargildran er sérstök á meðal kjötætuplantna þar sem tegundin er ein af mjög fáum sem nota hreyfingu til þess að veiða bráð.[11]

Kjötætuplöntur hafa þróast sjálfstætt sex sinnum í mismunandi ættum og ættbálkum, það eru yfir 600 þekktar tegundir kjötætuplanta og mynda mjög fjölbreyttann hóp. Það eru nokkrar mismunandi gerðir af gildrum sem þessar plöntur hafa þróað með sér, þær eru ýmist virkar eða óvirkar eftir því hvort plantan hreyfist til þess að veiða bráðina. Venusargildran er virk og hefur svokallaðar smellu-gildrur, þar sem hröð hreyfing blaðanna smella saman og loka bráðina inni. Kjötætuplöntur nota ensím og bakteríur við að brjóta niður bráð og er melting þeirra hliðstæð meltingu dýra. [12]

Venusargildran þróaðist útfrá hefðbundnari gerð af kjötætuplöntum sem eru óvirkar og notast við klístruð lauflböð til þess að veiða bráð. Vísindamenn telja að ákveðin skref hafi átt sér stað í þróun venusargildrunnar. Það fyrsta að plantan hefur þróast til þess að hreyfa anga og lauf sína í tiltekna átt og þannig hefur hún átt betri möguleika á því að dýr festist við klístruð blöðin. Næst hefði plantan orðið betri í að greina hreyfingu og bregðast við. Þar næst hefði plantan þurft að verða sérhæfðari í að greina dýr en ekki aðeins hvað sem er, til dæmis rusl sem fyki með vindinum. Að lokum hefur plantan þróað með sér skynjunarhár sem nema bráð, einskonar tennur sem vefjast utan um bráðina og nýja meltingakirtla, ásamt því að missa um leið kirtlana sem framleiddu klístrið á blöðunum.[13]

Vísindamenn telja að það sem knúði þessa þróun áfram hafi verið ávinningurinn sem kemur með því að veiða stærri bráð. Venusargildran meltir stærri dýr mun betur heldur en plöntur sem notast við klístruðu blöðin. Skordýr sem er tvöfalt lengra hefur um átta sinnum meira næringargildi og þessvegna verða gildrur venusargildrunnar stærri eftir því sem plantan sjálf stækkar en flest allar aðrar kjötætuplönur hafa alltaf sömu stærð gildra. Vísindamenn telja einnig að þessi þróun hafi haft fleiri kosti í för með sér, eins og að koma í veg fyrir að önnur rándýr steli bráðinni af plöntunni eða að næringarefnin skolist í brutu með rigningu áður en plantan hefur náð að taka þau upp.[14]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Dýraætur í jurtaríkinu; grein í Náttúrufræðingnum 1970
  2. Schnell, D., Catling, P., Folkerts, G., Frost, C., Gardner, R.; og fleiri (2000). „Dionaea muscipula“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2000. Sótt 10. maí 2016. Listed as Vulnerable (VU A1acd, B1+2c v2.3)
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júní 2016. Sótt 17. maí 2016.
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júní 2016. Sótt 17. maí 2016.
  5. Dýraætur í jurtaríkinu; grein í Náttúrufræðingnum 1970
  6. Dýraætur í jurtaríkinu; grein í Náttúrufræðingnum 1970
  7. http://www.britannica.com/plant/Venus-flytrap
  8. Dýraætur í jurtaríkinu; grein í Náttúrufræðingnum 1970
  9. Dýraætur í jurtaríkinu; grein í Náttúrufræðingnum 1970
  10. http://www.britannica.com/plant/Venus-flytrap
  11. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júní 2016. Sótt 17. maí 2016.
  12. http://www.britannica.com/plant/carnivorous-plant
  13. http://news.bbc.co.uk/earth/hi/earth_news/newsid_8151000/8151644.stm
  14. http://news.bbc.co.uk/earth/hi/earth_news/newsid_8151000/8151644.stm

Carnivorous plant, skoðað þann 17. maí 2016: http://www.britannica.com/plant/carnivorous-plant

Dýraætur í jurtaríkinu, Náttúrufræðingurinn (1970), skoðað þann 17. maí 2016: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4270191

Venus flytrap, af Encyclopædia Britannica, skoðað þann 17. maí 2016: http://www.britannica.com/plant/Venus-flytrap

Venus flytrap, af National Wildlife Federation, skoðað þann 17. maí 2016: https://www.nwf.org/Wildlife/Wildlife-Library/Plants/Venus-Flytrap.aspx Geymt 28 júní 2016 í Wayback Machine

Venus flytrap origins uncovered, skoðað þann 17. maí 2016: http://news.bbc.co.uk/earth/hi/earth_news/newsid_8151000/8151644.stm

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.