Venjuréttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Á þessu korti eru lönd með venjuréttarkerfi merkt með bleiku litbrigði.

Venjuréttur er réttarkerfi þar sem lög eru túlkuð og þeim beitt í gegnum álit dómara. Í venjuréttarkerfi eru lög túlkuð með tilliti til fordæma. Í máli þar sem aðilar eru ósammála um hvernig á að túlka lög eru fyrri ákvarðanir annarra dómstóla hafðar að leiðarljósi við úrskurð.

Ef skorið hefur verið úr svipuðu máli með tilteknum hætti áður er dómstóllinn yfirleitt bundinn við þá ákvörðun (þetta nefnist stare decisis). Hins vegar ef málið er talið í eðli sínu frábrugðið eldri málum, og ekki er kveðið á um hvernig eigi að fara með slíkt mál í lögum, hefur dómarinn vald og skyldu til að skera úr málinu. Dómstóllinn leggur frá sér álit þar sem færð eru rök fyrir ákvörðuninni, sem er til þess valdandi að dómararar séu bundnir við það fordæmi í framtíðarmálum. Með þessum hætti er sköpuð venja sem hefur sama vægi og gildi og lög sem lögð eru fram af löggjafarvaldinu og reglugerðir sem lagðar eru fram af framkvæmdarvaldinu.

Venjuréttur á rætur sínar að rekja til hefða úr konungsgörðum Englands sem urðu til í kjölfar landvinninga Normanna árið 1066. Í gegnum Breska heimsveldið dreifðist venjuréttur víðar um heim, en lagakerfi margra landa sem áður voru undir yfirráðum Bretar byggjast á venjurétti ennþá daginn í dag.

Í dag býr um það bil þriðjungur heimsbúa í venjuréttarumdæmi, eða umdæmi þar sem notast er við venjurétt í bland við annarra lagakerfa. Meðal þessara landa eru Antígva og Barbúda, Ástralía, Bahamas, Bandaríkin (nema Louisiana), Bangladess, Barbados, Belís, Botsvana, Bretland (og hjálendur þess eins og Gíbraltar), Dóminíka, Fijieyjar, Filippseyjar, Gana, Grenada, Gvæjana, Hong Kong, Indland, Ísrael, Jamaíka, Kamerún, Kanada (nema Québec), Kenýa, Kýpur, Líbería, Malasía, Malta, Mjanmar, Míkrónesía, Namibía, Nárú, Nýja-Sjáland, Nígería, Pakistan, Palá, Papúa Nýja-Gínea, Simbabve, Singapúr, Síerra Leóne, Suður-Afríka, Srí Lanka og Trínidad og Tóbagó.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.