Fara í innihald

Graff

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Veggjakrot)
Graff í Reykjavík.

Graff, graffítí eða veggjakrot er áletrun eða mynd sem máluð er á veggi og aðra hluti í almannarými, oftast í leyfisleysi. Graff nær allt frá einföldum fangamörkum eða stílfærðum nöfnum (töggum) sem eru rist eða máluð á hluti, að stórum vegglistaverkum þar sem mikil hugsun og vinna liggur að baki.

Tögg hafa tíðkast frá fornu fari, en graff er umdeilt í samtímanum. Sumir vilja líta á áletranir í leyfisleysi sem skemmdarverk. Nútímagraff má rekja til úðabrúsalistamanna sem máluðu á veggi neðanjarðarlestarstöðva í New York-borg og Philadelphia á 8. áratug 20. aldar. Graffið breiddist svo út um allan heim, meðal annars með vinsældum hip hop- og rapptónlistar.[1][2] Meðal þekktustu graffara samtímans má nefna Blade, Cornbread, Futura 2000, Dondi White, Blek le Rat og Banksy.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Valdimar Tr. Hafstein (2003). „Graffíti: List á röngum stað“. Lesbók Morgunblaðsins. 78 (4): 8–9.
  2. Caves, R. W. (2004). Encyclopedia of the City. Routledge. bls. 315.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.