Vefur Karlottu (kvikmynd 1973)
Útlit
(Endurbeint frá Vefur Karlottu (kvikmyndir 1973))
Vefur Karlottu (enska: Charlotte's Web) er bandarísk teiknimynd framleidd af Hanna-Barbera Productions og Sagittarius Productions. Myndin byggir á samnefndri skáldsögu eftir bandaríska rithöfundinn E. B. White. Myndin var frumsýnd þann 1. mars 1973.
Kvikmyndin er fyrsta teiknimynd Hanna-Barbera í fullri lengd sem ekki byggir á persónum úr sjónvarpsþáttum fyrirtækisins. Myndin, eins og bókin, er um svín sem kemst undan slátrun og könguló sem heitir Karlotta. Leikstjórar myndarinnar voru þeir Charles A. Nichols og Iwao Takamoto. Handritshöfundur var Earl Hamner, Jr. Tónlistin í myndinni er eftir Sherman-bræður. Árið 2003 var gerð framhaldsmynd, Vefur Karlottu 2: Ævintýri Wilburs, sem var aðeins dreift á mynddiski.
Talsetning
[breyta | breyta frumkóða]Henry Gibson | Wilbur |
Debbie Reynolds | Charlotte A. Cavatica |
Paul Lynde | Templeton |
Agnes Moorehead | Gæs |
Pamelyn Ferdin | Fern Arable |
Bob Holt | Homer Zuckerman |
Joan Gerber | Edith Zuckerman/Mrs. Fussy |
John Stephenson | John Arable |
Don Messick | Jeffrey |
Rex Allen | Sögumaður |
Martha Scott | Mrs. Arable |
Herb Vigran | Lurvy |
Dave Madden | Ram og aðrir |