Fara í innihald

Vefur (Internetið)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsíða vefs NASA frá 2015 með tenglum á undirsíður og myndbönd.

Vefur (stundum kallað vefsetur) er safn tengdra vefsíðna sem eru yfirleitt hýstar saman á vefþjóni og birtar undir sama léni. Dæmigerður vefur hefur forsíðu eða heimasíðu og nokkrar undirsíður. Tilgangur vefsins getur verið fræðsla, skemmtun, samskipti eða viðskipti. Veftenglar tengja síður vefsins saman í eina heild og auðvelda notendum að fara milli síðna. Dæmi um vinsæla vefi eru Google, YouTube, og Facebook.

Vefir um allan heim tengjast saman og mynda Veraldarvefinn. Til eru lokaðir vefir eins og innri vefir fyrirtækja og stofnana. Notendur skoða vefi með vafra á tölvum af ýmsu tagi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.