Fara í innihald

Vefsafn.is

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Vefsafnið)

Vefsafn.is er safn vefsíðna á íslensku sem Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn safnar í samræmi við lög um skylduskil frá árinu 2003, en þar var kveðið á um að útgáfa á Veraldarvefnum teldist opinber útgáfa og félli því undir skilaskyldu til safnsins. Vefsafnið byggir á reglulegum söfnunum vefsíðna sem framkvæmdar eru að jafnaði þrisvar sinnum á ári og við sérstök tilefni, eins og í kringum kosningar. Vefjum sem breytast ört, eins og fréttavefjum, er safnað oftar. Fyrsta söfnunin var framkvæmd snemma árs 2004. Safnið var formlega opnað almenningi 29. september 2009.

Safnið byggir á sömu tækni og Internet Archive sem hefur safnað vefsíðum af öllum lénum frá árinu 1996. Söfnun Landsbókasafns er þó bæði dýpri og nákvæmari en söfnun Internet Archive fyrir íslenskar vefsíður. Landsbókasafnið er aðili að samtökunum International Internet Preservation Consortium sem hefur unnið að þróun tækni til söfnunar og aðgangs að vefsöfnum.