Vefjaöndun

Vefjaöndun er lífeðlisfræðilegt ferli sem felst í flutningi súrefnis til vefja líkamans og flutningi koltvísýrings frá þeim með hjálp öndunarkerfis.[1]
Skilgreining vefjaöndunar í lífeðlisfræði er aðskilin frá líffræðilegri skilgreiningu frumuöndunar. Frumuöndun er efnaskiptaferli þar sem líkaminn fær orku (í formi nikótínamíð adenín tvínúkleótíðfosfats og adenosínþrífosfats)[2] með því að oxa næringarefni og losa sig við úrgangsefni. Lífeðlisfræðileg vefjaöndun er nauðsynleg fyrir frumuöndun, og þar með líf dýra, en ferlarnir eru aðgreindir. Frumuöndun á sér stað í einstökum frumum lífverunnar, meðan vefjaöndun snýst um sveim og flutning umbrotsefna milli lífveru og umhverfis.
Í dýrum með lungu fer vefjaöndun fram með öndun og gegnflæði.[1] Öndun vísar til þess hvernig loftið flyst inn og út úr lungunum og gegnflæði vísar til blóðflæðis í lungnaháræðum. Í spendýrum felst andardrátturinn í reglubundinni innöndun og útöndun. Innöndun er virk hreyfing sem dregur loft ofan í lungun þar sem loftskipti eiga sér stað milli loftsins í lungnablöðrum og blóðsins í háræðunum. Útöndun er hins vegar yfirleitt óvirk hreyfing, þótt til séu margar undantekningar frá því.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- 1 2 Hinic-Frlog, Sanja (2019). Introductory Animal Physiology. University of Toronto Mississauga: Pressbooks (CC BY 4.0). bls. 40–59.
- ↑ Alberts B, Johnson A, Lewis J, Raff M, Roberts K, Walter P, ritstjórar (2002). „NADH and NADPH Are Important Electron Carriers“. Molecular Biology of the Cell (4. útgáfa). New York: Garland Science. ISBN 0-8153-3218-1 – gegnum NCBI Bookshelf.