Fara í innihald

Vefjaöndun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Drengur notar útöndun til að blása upp sápukúlur.

Vefjaöndun er lífeðlisfræðilegt ferli sem felst í flutningi súrefnis til vefja líkamans og flutningi koltvísýrings frá þeim með hjálp öndunarkerfis.[1]

Skilgreining vefjaöndunar í lífeðlisfræði er aðskilin frá líffræðilegri skilgreiningu frumuöndunar. Frumuöndun er efnaskiptaferli þar sem líkaminn fær orku (í formi nikótínamíð adenín tvínúkleótíðfosfats og adenosínþrífosfats)[2] með því að oxa næringarefni og losa sig við úrgangsefni. Lífeðlisfræðileg vefjaöndun er nauðsynleg fyrir frumuöndun, og þar með líf dýra, en ferlarnir eru aðgreindir. Frumuöndun á sér stað í einstökum frumum lífverunnar, meðan vefjaöndun snýst um sveim og flutning umbrotsefna milli lífveru og umhverfis.

Í dýrum með lungu fer vefjaöndun fram með öndun og gegnflæði.[1] Öndun vísar til þess hvernig loftið flyst inn og út úr lungunum og gegnflæði vísar til blóðflæðis í lungnaháræðum. Í spendýrum felst andardrátturinn í reglubundinni innöndun og útöndun. Innöndun er virk hreyfing sem dregur loft ofan í lungun þar sem loftskipti eiga sér stað milli loftsins í lungnablöðrum og blóðsins í háræðunum. Útöndun er hins vegar yfirleitt óvirk hreyfing, þótt til séu margar undantekningar frá því.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1 2 Hinic-Frlog, Sanja (2019). Introductory Animal Physiology. University of Toronto Mississauga: Pressbooks (CC BY 4.0). bls. 40–59.
  2. Alberts B, Johnson A, Lewis J, Raff M, Roberts K, Walter P, ritstjórar (2002). „NADH and NADPH Are Important Electron Carriers“. Molecular Biology of the Cell (4. útgáfa). New York: Garland Science. ISBN 0-8153-3218-1 gegnum NCBI Bookshelf.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.