Vasabladet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Vasabladet 29. júní 1878

Vasabladet (skammstafað Vbl) er dagblað sem gefið er út á sænsku í Österbotten í Finnlandi. Vasabladet er annað stærsta dagblað Finnlands sem gefið er út á sænsku, á eftir Hufvudstadsbladet. Höfuðstöðvar dagblaðsins eru í Vaasa (sænska: Vasa) en það er líka með skrifstofur í Jakobstad, Karleby, Närpes og Kristinestad.

Vasabladet er næst elsta dagblað í Finnlandi (á eftir Åbo Underrättelser) en fyrsta tölublaðið var gefið út 7. maí 1856. Þangað til 1939 hét blaðið Wasabladet í samræmi við gömlu sænsku stafsetningu á Vaasa.

News.png  Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.