Varðskipið Týr (1975)
Útlit
![]() | |
Skipstjóri: | |
Útgerð: | Landhelgisgæsla Íslands |
Þyngd: | 1.233 brúttótonn |
Lengd: | 71,1 m |
Breidd: | 10 m |
Ristidýpt: | 4,6 m |
Vélar: | 2 × MAN 8L 40/54 dísel vélar |
Siglingahraði: | 20 sjómílur |
Tegund: | Varðskip |
Bygging: | 1975 |
Varðskipið Týr er fyrrum flaggskip Landhelgisgæslu Íslands. Skipið var smíðað af Dannebrog Værft í Danmörku á árunum 1974–1975 og var tekið í notkun 1975. Týr var um tíma næststærsta skip Landhelgisgæslunnar og tók þátt í þriðja þorskastríðinu við Bretland. Skipið stundaði eftirlit, leit og björgun, fiskveiðieftirlit og almenna löggæslu í íslensku efnahagslögsögunni og á nærliggjandi hafsvæðum, svo sem við Grænland og Jan Mayen. Týr var tekinn úr notkun árið 2021 og seldur árið 2022.[1]
Í leiknu efni
[breyta | breyta frumkóða]Týr kom fram í íslensku kvikmyndinni Brim árið 2010 ásamt björgunarþyrlunni TF-LÍF.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Atli Ísleifsson; Sunna Sæmundsdóttir (16 ágúst 2022). „Ægir og Týr seldir á 51 milljón króna“. Vísir.is. Sótt 16 ágúst 2022.
- ↑ „Landhelgisgæslan í stóru hlutverki í Brim“. Fréttablaðið. 2 apríl 2008. bls. 30. Sótt 9 maí 2021.