Varðskipið Óðinn (1938)
Útlit
![]() | |
Skipstjóri: | |
Útgerð: | Landhelgisgæsla Íslands |
Þyngd: | 77,1 brúttótonn |
Lengd: | 24,4 m |
Breidd: | 5,59 m |
Ristidýpt: | 2,76 m |
Vélar: | 240 hestafla díselvél |
Siglingahraði: | sjómílur |
Tegund: | Varðskip |
Bygging: | Akureyri |
Varðskipið Óðinn var íslenskt varðskip sem smíðað var á Akureyri af Gunnar Jónssyni og Herluf Ryel og tekið í notkun árið 1938. Kaupverð skipsins var 140 þús krónur og var það fyrsta varðskipið sem teiknað og smíðað var á Íslandi.[1] Á stríðsárunum var skipið notað til vöruflutninga og eyðingu tundurdufla auk gæslu- og björgunarstarfa.[2]
Þegar þriðji Óðinn var tekinn í notkun árið 1959, var nafni skipsins breytt í Gautur. Undir því nafni var það í þjónustu Landhelgisgæslunnar þar til það var selt árið 1964. Það hlaut síðar nafnið Goðanes og var um skeið í eigu Björgunarfélagsins hf. sem björgunar- og aðstoðarskip við íslenska veiðiflotann.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Oðinn“. Vélstjóraritið. Mars 1938. bls. 22-23. Sótt 30. mars 2025 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ 2,0 2,1 Guðmundur Sæmundsson (Febrúar 1974). „Ms. Óðinn 2“. Æskan. bls. 56. Sótt 30. mars 2025 – gegnum Tímarit.is.