Varðskipið Óðinn (1926)
Útlit
![]() | |
Skipstjóri: | |
Útgerð: | Landhelgisgæsla Íslands |
Þyngd: | brúttótonn |
Lengd: | m |
Breidd: | m |
Ristidýpt: | m |
Vélar: | 1100 hestafla gufuvél |
Siglingahraði: | 13 sjómílur |
Tegund: | Varðskip |
Bygging: | Köbenhavns Flydedok & Skibsværft |
Varðskipið Óðinn var annað varðskip íslendinga á eftir varðskipinu Þór. Það var smíðað af Köbenhavns Flydedok & Skibsværft í Danmörku á árunum 1925 til 1926 og kom fyrst til Íslands 23. júní 1926. Fyrsti skipherra Óðins var Jóhann P. Jónsson.[1] Fljótlega eftir komu skipsins kom í ljós smíðagalli á skipinu en þyngdarpunktur véla og katla var rangur sem hafði áhrif á sjóhæfni þess. Skipið var því sent utan í lok árs og lagfæringar á því gerðar á kostnað skipasmíðastöðvarinnar.[2]
Þrátt fyrir ágætt gengi í baráttunni gegn landhelgisbrotum var Óðinn seldur til Svíþjóðar í ársbyrjun 1936 sökum kostnaðar við útgerð hans.[3][4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sveinbjörn Egilsson (Júní 1926). „Óðinn“. Ægir. bls. 119–120. Sótt 30. mars 2025 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Óðinn“. Morgunblaðið. 19. desember 1926. bls. 5. Sótt 30. mars 2025 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Undir erlendum fána“. Morgunblaðið. 27 febrúar 1936. bls. 2. Sótt 30. mars 2025 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Sala Óðins og Morgunblaðið“. Nýja dagblaðið. 18. mars 1938. bls. 2. Sótt 30. mars 2025 – gegnum Tímarit.is.