Vankynssveppir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vankynssveppir (Deuteromycota) var flokkur sveppa sem dreifði sér á kynlausan hátt. Vankynssveppir voru taldir flokkunareining sambærileg við kólfsveppi, asksveppi, kytrusveppi og oksveppi. Með aukinni þekkingu kom í ljós að vankynssveppirnir voru flokkaðir saman vegna eiginleika sem margir óskyldir sveppir eiga sameiginlega, þ.e. að fjölga sér kynlaust. Einnig kom í ljós að margir sveppir, einkum askveppir, hafa tvo, stundum óháða, lífsferla. Annar lífsferillinn inniber kynæxlun, rýriskiptingu og þroskun gróa í öskum (sé um asksveppi að ræða)og nefnist sá hluti lífsferilsins teleomorph meðan hinn lífsferillinn inniber kynlausa fjölgun sveppsins og nefnist sá hluti anamorph. Áður en þessi tengsl milli teleomorph og anamorph stigana urðu ljós var oft sitt hvoru stigi sömu tegundar lýst sem sitt hvorri tegundinni. Sveppur sem hefur bæði stigin samtímis þroskuð nefnist holomorph.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.