Vampire Knight
Titill á frummáli | ヴァンパイア騎士(Vanpaia Naito) |
---|---|
Enskur titill | Vampire Knight |
Gerð | Sjónvarpsþáttur,Teiknimyndasaga |
Efnistök | Rómantík, Yfirnáttúrulegt, Hasar |
Fjöldi þátta | 26 |
Útgáfuár | 2008 |
Lykilmenn | Kiyoko Sayama, leikstjóri Matsuri Hino, höfundur |
Myndver | Studio Deen |
Vampire Knight (ヴァンパイア騎士 Vanpaia Naito) er japanskt anime og manga eftir Matsuri Hino. Manga sagan hóf göngu sína janúar 2005 í Japan í tölublaði af LaLa magazine. Bækurnar eru gefnar út af Hakusensha en hingað til hafa komið út ellefu. Í júlí 2006 tók bandaríska tímaritið Viz's Shojo Beat til við að gefa út kaflana út, þýdda á ensku og Madman Entertainment að gefa út bækurnar. Tvær Anime-seríur, samtals 26 þátta, komu út frá Apríl 2008 - Desember 2008: Vampire Knight (13 þættir) og Vampire Knight Guilty (13 þættir).
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Sagan gerist í einkaskólanum Cross Academy þar sem tvennskonar nemendur eru menntaðir: The Day Class (Dag-bekkurinn): Venjulegar manneskjur sem nota skólastofurnar á daginn, og The Night Class (Nætur bekkurinn): Myndarlegir einstaklingar sem nota skólastofurnar að nóttu til og vekja mikla hrifningu meðal nemenda dagsins. Aðalpersóna sögunnar er Yuuki Cross, fósturdóttir skólameistarans sem er member of the disciplinary committee (meðlimur í Aganefndinni) og skólavörður sem sér um það að halda hópunum tveimur aðskildum þar sem allir í Næturbekknum eru í raun vampírur.
Persónur
[breyta | breyta frumkóða]- Yuuki Cross — Fósturdóttir skólameistarans. Hennar fyrsta minning er af því þegar húna var fimm ára og vampíra réðst á hana. Henni var bjargað af Kaname Kuran, vampíru sem síðar meir verður einn af nemendunum í Næturbekknum og kom henni fyrir í umsjá skólameistarans.
- Zero Kiryuu — Member of the disciplinary committee (meðlimur í Aganefndinni) eins og Yuuki. Honum var einnig komið fyrir í umsjá skólameistarans eftir að vampíra drap foreldra hans og tvíburabróður. Hann hatar vampírur af öllu hjarta.
- Kaname Kuran — Vampíran sem bjargaði Yuuki. Síðar meir varð hann hluti af Næturbekknum.