Val d'Isère
Jump to navigation
Jump to search
Þessi landafræðigrein sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Val d'Isère er sveitarfélag, bær og vetraríþróttastaður í Tarentaise-dal (sem áin Isère rennur í gegnum) í Savoie-héraði í suðausturhluta Frakklands. Bærinn liggur 5 km frá landamærunum við Ítalíu. Sveitarfélagið hefur legið við Vanoise-þjóðgarð frá stofnun þess árið 1963. Á Vetrarólympíuleikunum 1992 var vetraríþróttaaðstaðan í Val d'Isère valin fyrir alla keppni karlmanna í alpagrein (nema svigkeppnina). Brunkeppnin fór fram á Face de Bellevarde. Aðstaðan í Val d'Isère er yfirleitt notuð fyrir heimsmeistaramótið í alpagrein, oftast í móti karlmanna, en líka í kvennamótinu í desember 2009.
Sveitarfélagið er 94,39 km² en íbúar þess voru 1.753 árið 2006. Góð samgöngutenging er til Lyon, Genf og Chambery.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „Val d'Isère“ á dönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. febrúar 2008.
