Vaka (stúdentahreyfing)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vaka – félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Merki fylkingarinnar
Stofnár 1935
Formaður Sæþór Már Hinriks­son
Varaformaður Alda María Þórðardótt­ir
Oddviti í stúdentaráði Júlí­us Viggó Ólafs­son
Einkennislitur Gulur
Vefsíða vaka.hi.is


Sæti í Stúdentaráði
9 / 17
Sæti í Háskólaráði
1 / 2
Sæti á Háskólaþingi
6 / 10

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta er frjáls félagasamtök nemenda við Háskóla Íslands sem hefur verið starfandi frá árinu 1935. Félagið hefur ár hvert staðið fyrir framboði til Stúdentaráðs.

Upphaf og saga Vöku[breyta | breyta frumkóða]

Vaka var stofnuð árið 1935 sem svar við öðrum nýlega stofnuðum hreyfingum: Félagi róttækra háskólastúdenta stofnað, sem aðhylltist sósíalísk og kommúnísk gildi, og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta stofnað, sem barðist fyrir þjóðernissinnuðum gildum. Fremstur í flokki var Jóhann Hafstein, þá laganemi en síðar forsætisráðherra.[1] Fyrir vikið varð undirheiti félagsins „félag lýðræðissinnaðra stúdenta“.

Vaka hefur þó tekið breytingum yfir tímann, en það urðu þáttaskil í starfi Vöku um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Vaka hóf þá baráttu fyrir því að fá pólitíkina úr hagsmunabaráttu nemenda. En árunum á undan hafði Stúdentaráð til að mynda opinberlega stutt við Samtök hernaðarandstæðinga sem og berist gegn Álverinu á Grundartanga.[2]

Stjórn Vöku[breyta | breyta frumkóða]

Stjórn Vöku starfsárið 2024-2025:[3]

  • Formaður: Sæþór Már Hinriks­son
  • Varaformaður: Alda María Þórðardótt­ir
  • Oddviti: Júlí­us Viggó Ólafs­son
  • Ritari: Vikt­oría Tea Vöku­dótt­ir
  • Gjaldkeri: Kristó­fer Breki Hall­dórs­son
  • Skemmtanastjóri: Íris Gunn­ars­dótt­ir
  • Útgáfustjóri: Hann­es Lúðvíks­son
  • Markaðsfulltrúi: Tinna Eyvindardóttir
  • Alþjóðafulltrúi: Jó­hann Alm­ar Sig­urðsson
  • Meðstjórnendur: Birk­ir Snær Bryn­leifs­son, Dag­ur Kára­son, Ei­rík­ur Kúld Vikt­ors­son, Fann­ar Gísla­son, Kjart­an Leif­ur Sig­urðsson, Ragn­heiður Arn­ars­dótt­ir og Signý Pála Páls­dótt­ir.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Vaka 1935-1985. Afmælisrit. Páll Björnsson (ritstjóri)
  2. Heimasíða Vöku
  3. „Sæþór Már nýr formaður Vöku“. www.mbl.is. 7. apríl 2024. Sótt 12. apríl 2024.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]