Fara í innihald

VH1

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Núverandi merki síðan 2016

VH1 (upphaflega stytting fyrir Video Hits One) er bandarísk kapalsjónvarpsstöð sem hóf útsendingar 1. janúar 1985. Hún er í eigu BET Media Group, dótturfyrirtækis Paramount Global. Stöðin var upphaflega í eigu Warner-Amex Satellite Entertainment, sem var einnig eigandi MTV á þeim tíma.

VH1 var stofnuð til að byggja á vinsældum MTV með áherslu á tónlistarmyndbönd fyrir eldri áhorfendur og léttari hliðar dægurtónlistar.[1] Í desember 2023 var stöðin aðgengileg á um 67,5 milljónum bandarískum heimilum.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Sherwood, Rick (5 október 1984). „VH-1 Wants Adult Video Viewers“. Spokane Chronicle. Washington. The New York Times. bls. 11. Afrit af uppruna á 12. desember 2021. Sótt 5 október 2020 – gegnum Google News.
  2. „U.S. Cable Network Households (Universe), 1990 – 2023“. Wrestlenomics.com. 14 maí 2024. Afrit af uppruna á 31. desember 2023. Sótt 24 maí 2024.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.