Alþjóðatengsl Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Utanríkisstefna Íslands)

Alþjóðatengsl Íslands eru þau stjórnmálasambönd, ræðissambönd og viðskiptatengsl sem Ísland hefur við erlend ríki. Ísland hefur slík tengsl við nánast öll ríki heims, eða 169 talsis.[1] Ísland hefur sérlega sterk tengsl við nágrannaríkin Danmörku, Noreg og Svíþjóð en einnig Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Ísland var stofnaaðili að Sameinuðu þjóðunum árið 1945. Íslendingar eru virkir þátttakendur í alþjóðasamtökum eins og Norðurlandaráði, hernaðarbandalaginu NATO og fríverslunarsamningi Evrópu EFTA. Ísland hefur þannig langmest stjórnmálatengsl við ríki eins og Norðurlöndin, Bandaríkin og Evrópusambandið. Íslendingar hafa sent fólk til borgaralegra starfa á vegum NATO í Bosníu og til Afghanistan, þeir voru einnig á lista viljugra þjóða sem studdi innrásina í Írak 2003.

Ísland gerðist fyrst virkur aðili í eigin alþjóðatengslum þegar það lýsti yfir sjálfstæði árið 1944 en fram að því höfðu Danir farið með utanríkismál (að nafninu til frá 1940). Þekktustu átök Íslendinga við aðrar þjóðir á alþjóðavettvangi eru Þorskastríðin þar sem tekist var á við Breta um fiskveiðilögsögu Íslands. Eftir seinni heimsstyrjöldina gerðu Íslendingar varnarsamning við Bandaríkin sem komu upp Keflavíkurstöðinni, herstöð við eina alþjóðaflugvöllinn á Íslandi. Samstarf Íslendinga og Bandaríkjanna á sviði varnamála var náið allt fram að haustinu 2006 þegar bandarísk yfirvöld tilkynntu einhliða þá ákvörðun að draga herlið sitt burt með öllu.

Íslendingar voru fyrsti þjóða til þess að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna: Eistlands, Lettlands og Litháens frá Sovétríkjunum sálugu og einnig Svartfjallalands frá Serbíu. Einnig var landið fyrsta vestræna ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu.


Þátttaka Íslands í alþjóðasamstarfi[breyta | breyta frumkóða]

Íslensk sendiráð[breyta | breyta frumkóða]

Ísland rekur sendiráð og aðalræðismannsskrifstofur í Austurríki (Vínarborg og Strassborg), Bandaríkjunum (Washington og New York), Belgíu (Brussel), Bretlandi (London), Danmörku (Kaupmannahöfn), Finnlandi (Helsinki), Frakklandi (París), Indlandi (Nýju-Delí), Ítalíu (Róm), Japan (Tókýó), Kanada (Ottawa og Winnipeg), Kína (Peking), Malaví (Lílongve), Mósambík (Mapútó), Namibíu (Windhoek), Níkaragva (Managua), Noregi (Osló), Rússlandi (Moskvu), Suður-Afríku (Pretoríu), Srí Lanka (Colombo), Sviss (Genf), Svíþjóð (Stokkhólmi), Úganda (Kampala), Þýskalandi (Berlín) og Pólland (Varsjá).

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Stjórnmálasamband og ræðissamband Íslands við erlend ríki (ágúst 2007)
  2. Ísland sagði sig úr ráðinu 1992 og gekk í það aftur árið 2002.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.