Fara í innihald

Utanborðsmótor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tveggja strokka Bolinder-utanborðsmótor.

Utanborðsmótor er lítil, færanleg vél sem er notuð til að knýja báta áfram. Þeir eru hugsaðir sem sjálfstæðar einingar með vél, hjálparkerfi og skrúfu og eru hengdir utaná skut bátsins. Utanborðsmótorar eru líka notaðir sem stýri þar sem hægt er að snúa þeim í festingunni. Helsti kosturinn við utanborðsmótora er að auðvelt er að taka þá af vegna flutninga eða viðhalds. Oftast eru utanborðsmótorar líka bæði léttir og ódýrir miðað við hestöfl.

Yfirleitt eru utanborðsmótorar einfaldar tvígengisvélar, en stærri fjórgengisvélar hafa smám saman rutt sér rúms, meðal annars þar sem þær menga minna. Einnig eru til utanborðsmótorar sem ganga fyrir rafmagni.

Fyrsti utanborðsmótorinn var búinn til af norsk-bandaríska uppfinningamanninum Ole Evinrude árið 1909.