Uppsjávarskip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Uppsjávarskip eru þau skip sem stunda veiðar á fisktegundum sem eru ofarlega í sjónum, ber þar helst að nefna síld, loðnu, kolmunna og nú nýlega makríl. Uppsjávarskip geta bæði verið svokölluð tankskip og þá með enga vinnslu um borð og er aflinn landaður annað hvort í bræðslu eða í landvinnslu. Þá geta uppsjávarskip einnig verið að veiða og vinna aflann og eru því í raun frystiskip. Uppsjávarskip nota annað hvort flottroll eða hringnætur til þess að veiða aflann. Flest uppsjávarskip nú til dags geta stundað hvortveggja.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.