Uppsalir (Blönduhlíð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Uppsalir.

Uppsalir er fremsti bær í Blönduhlíð í Skagafirði. Jarðarinnar er fyrst getið í Sturlungu en Guðmundur dýri Þorvaldsson galt hana í manngjöld árið 1188. Þar og í öðrum elstu heimildum kallast bærinn Uppsalir en seinna var hann oft nefndur Umsvalir. Bærinn á Uppsölum stóð áður mun hærra og nær fjallinu en núverandi bæjarstæði.

Guðný Ólafsdóttir, kona Bólu-Hjálmars, var frá Uppsölum og þau Hjálmar bjuggu þar 1829-1833 en byggðu þá upp á Bólu, sem var gömul eyðihjáleiga frá Uppsölum. Jóhannes Birkiland rithöfundur var frá Uppsölum og lýsir uppvexti sínum þar í bók sinni Harmsaga ævi minnar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar IV. bindi. Akrahreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2007. ISBN 978-9979-861-15-7