Unreal Engine
Unreal Engine er leikjavél (hugbúnaður til að búa til tölvuleiki) sem þróuð er af fyrirtækinu Epic Games. Leikjavélin var fyrst kynnt árið 1998 en þá var kynntur fyrstu persónu skotleikurinn Unreal. Upphaflega var Unreal Engine þróað fyrir fyrstu persónu skotleiki en hefur síðan verið notuð til að þróa ýmsar gerðir af tölvuleikjum svo sem pallaleiki, stríðsleiki og MMORPG sem og verið notuð í ýmis konar verkefnum sem ekki eru tölvuleikir. Unreal Engine leikjavélin er skrifuð í C++ og hægt er að flytja verk á milli margs konar véla og stýrikerfa. Árið 2014 kom út Unreal Engine 4 og var aðgangur þá í áskrift. En frá árinu 2015 hefur verið mögulegt að hlaða niður leikjavélinni og kóðinn er aðgengilegur á GitHub og leyfir Epic fyrirtækið notkun leikjavélarinnar í viðskiptatilgangi gegn hluta af ágóða, vanalega 5% af tekjum. En með vinsældum Fortnite sem hefur orðið að miðstöð tilrauna fyrir Unreal Engine hjá Epic þá hefur Epic hætt að rukka hluta af ágóða hjá þeim sem gefa út leiki sína gegnum Epic Games Store. Í maí 2020 auglýsti Epic að þeir sem þróa tölvuleiki fyrir Unreal Engine þurfi ekki að borga afgjald til Unreal fyrr en tekjur þeirra eru komnar yfir eina milljón Bandaríkjadollara. Næsta uppfærsla Unreal Engine 5 er væntanlega síðla árs 2021.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Síðan Unreal Engine á ensku Wikipedia.