Ungmennafélagið Hvöt (Grímsnesi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ungmennafélagið Hvöt í Grímsnesi var stofnað 22. desember 1907. Það er aðildarfélag að Héraðssambandinu Skarphéðni á Suðurlandi og jafnframt elsta félag þess.

Fyrsti formaður félagsins var Páll Bjarnason en í stjórninni voru einnig þeir Björgvin Magnússon frá Klausturhólum (ritari) og Jón Gunnlaugsson frá Kiðjabergi (gjaldkeri).