Un cow-boy à Paris

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Un cow-boy à Paris (íslenska: Kúreki í París) eftir franska teiknarann Achde (Hervé Darmenton) og höfundinn Jul (Julien Berjeaut) er 80. bókin í bókaflokknum um Lukku-Láka. Bókin kom út árið 2018 og hefur ekki komið út á íslensku.

Franski myndhöggvarinn Frederic Auguste Bartholdi.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Lukku-Láki hefur nýlokið við að klófesta Daldónana fjóra og er að fylgja þeim heim í fangelsið þegar á leið hans verður sérkennilegur náungi með risastóran, úthöggvinn handlegg. Í ljós kemur að þar er á ferð hinn franski Auguste Bartholdi sem vinnur að smíði Frelsisstyttunnar sem Frakkar ætla að færa Bandaríkjunum að gjöf. Er Bartholdi á ferð um Villta vestrið til að safna fé fyrir rándýrri smíðinni. Lukku-Láki tekur að sér að fylgja Bartholdi um óbyggðir Vestursins, þar sem hættur leynast á hverju strái, og slást í för með honum til Parísar í Frakklandi að beiðni varaforseta Bandaríkjanna. Bartholdi veitir ekki af hjálp Lukku-Láka þar sem illskeyttur fangelsisstjóri hugsar Frakkanum þegjandi þörfina, enda dreymir hann um að reisa fangelsi á Liberty-eyju þar sem styttan á að rísa.

Fróðleiksmolar[breyta | breyta frumkóða]

  • Eins og oft áður er efniviður bókarinnar sóttur í sögulega atburði, þ.e. smíði Frelsisstyttunnar sem Frakkar færðu Bandaríkjamönnum að gjöf árið 1886. Franski myndhöggvarinn Frédéric Auguste Bartholdi (1834-1904) var aðalhönnuður styttunnar og fór nokkrar fjáröflunarferðir til Bandaríkjanna vegna verkefnisins.
  • Í fyrsta sinn í sögu bókaflokksins ferðast Lukku-Láki til gamla heimsins.
  • Nokkrir rammar úr bókinni eru til sýnis á Frelsisstyttusafninu sem opnaði á Liberty-eyju vorið 2019 [1]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]