Fara í innihald

Umm Qasr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kranar við höfnina í Umm Qasr.

Umm Qasr er hafnarborg í suðurhluta Íraks. Íbúar eru um 46.000. Borgin stendur á árós sem myndaðist af framburði Efrat og Tígris sem renna nú um Shatt al-Arab út í Persaflóa austan við borgina. Eftir valdaránið í Írak 1958 var höfnin byggð upp sem flotahöfn til að draga úr mikilvægi Shatt al-Arab sem Írak og Íran deildu um yfirráð yfir. Járnbraut var byggð til að tengja höfnina við Basra og Bagdad. Höfnin var opnuð árið 1967.

Í Stríði Írans og Íraks 1980 til 1988 jókst mikilvægi Umm Qasr þar sem bardagar austan við hana drógu úr aðgangi að höfnum austan við hana. Íranar náðu Al-Faw-skaga á sitt vald 1986 en borgin féll aldrei í hendur þeirra. Siglingaleiðin að borginni sem liggur um vík við landamærin að Kúveit var eitt af helstu deiluefnunum sem leiddi til Persaflóastríðsins 1991. Eftir stríðið var stór skipaskurður grafinn út í sandinn austan við víkina. Þegar innrásin í Írak 2003 hófst var orrustan um Umm Qasr ein af fyrstu stóru hernaðaraðgerðum Breta og Bandaríkjamanna í stríðinu. Frá 2003 til 2009 rak Bandaríkjaher Bucca-fangabúðirnar í nágrenni borgarinnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.