Fara í innihald

Umaru Musa Yar'Adua

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Umaru Musa Yar'Adua
Yar'Adua árið 2007.
Forseti Nígeríu
Í embætti
29. maí 2007  5. maí 2010
VaraforsetiGoodluck Jonathan
ForveriOlusegun Obasanjo
EftirmaðurGoodluck Jonathan
Persónulegar upplýsingar
Fæddur16. ágúst 1951(1951-08-16)
Katsina, Nígeríu
Látinn5. maí 2010 (58 ára) Aso Villa, Abuja, Nígeríu
ÞjóðerniNígerískur
StjórnmálaflokkurLýðræðisflokkur alþýðunnar (1998–2010)
MakiTurai Yar'Adua (g. 1975)
Hauwa Radda (g. 1992⁠; sk. ⁠1997)
Börn9
HáskóliBarewa College
Ahmadu Bello University

Umaru Musa Yar'Adua (16. ágúst 19515. maí 2010) var forseti Nígeríu frá 2007 til dauðadags. Hann var lýstur sigurvegari í hinum umdeildu forsetakosningum 2007 sem voru harðlega gagnrýndar af alþjóðlegum eftirlitsmönnum fyrir víðtækt kosningasvindl. Hann gaf út yfirlit yfir eignir sínar skömmu eftir embættistökuna, fyrstur nígerískra forseta.

Í nóvember 2009 fór hann til Sádí-Arabíu til að leita sér lækninga við gollursbólgu og kom ekki fram opinberlega eftir það. Við þetta skapaðist pólitískt tómarúm þar sem forsetinn hafði ekki skipað varaforsetanum, Goodluck Jonathan, að taka við. Í febrúar 2010 tók öldungadeild þingsins þá umdeildu ákvörðun að skipa Jonathan starfsforseta á grundvelli neyðarréttar. Yar'Adua sneri aftur til Nígeríu nokkrum dögum síðar. Hann lést í forsetahöllinni 5. maí sama ár.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Forseti Nígeríu látinn“. mbl.is. 6. maí 2010. Sótt 12. ágúst 2025.


Fyrirrennari:
Olusegun Obasanjo
Forseti Nígeríu
(2007 – 2010)
Eftirmaður:
Goodluck Jonathan


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.