Ufsagrýla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ufsagrýla á Dornoch-dómkirkju í Skotlandi.

Ufsagrýla (eða vatnskarl [1]) er stytta sem skagar fram af veggbrúnum bygginga, teygir sig út undan þakskeggi eða brjóstriði turna, og er algengt skreyti í gotneskri byggingarlist. Ekki er óalgengt að ufsagrýlur séu þannig útbúnar að þær hleypi rigningarvatni út um munn sér eða nasir. Þær eru ósjaldan aðeins höfuðmyndir, en geta þó einnig verið styttur í heilu lagi. Útlit þeirra er mjög fjölbreytt, en algengt útlit ufsagrýlu er ævintýralegt sambland manns og skrímslis.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Orðabók háskólans
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi byggingarlistgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.