Tylftareiður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Tylftareiður er eiður sem svarinn var til að sverja af sér galdraáburð. Tylftareiður var algengasti eiðurinn í galdramálum 17. aldar. Ef játning fékkst ekki fram hjá þeim sem sakaður var um galdra þá var gripið til tylftareiðs. Sá sem borinn var sökum átti líf sitt undir eiðmönnum og það þurfti að útnefna tólf menn til eiðsvættis. Aðrir eiðar við minni mál voru sjöttareiður og lýríttaeiður hinn meiri og hinn minni Dæmi eru um aðra eiða en tylftareið við galdraáburð t.d. sór Illugi Jónsson frá Kálfafellsstað í Skaftárþingi sjöttareið árið 1629. Honum hafði verið dæmdur tylftareiður en ekki fengið neina eiðmenn "hvorki presta né lögréttumenn" og var þá gert að fá sex ærlega og ráðvanda menn til að sanna eiðinn með sér. Hann féll einnig á sjöttareiðnum og eftir langvarandi málaferli var hann sýknaður af öllum sakarliðum. Lýrittaeiður kemur fram í fjórum málum en í þannig eið var sakborningurinn sjálfur einn eiðmanna.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]