Tvígildislögmálið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Tvígildislögmálið er lögmál í rökfræði sem staðhæfirsérhver staðhæfing P sé annaðhvort sönn eða ósönn.

Gæta verður þess að rugla ekki tvígildislögmálinu saman við lögmálið um annað tveggja (e. law of the excluded middle) eða mótsagnarlögmálið.

Í hefðbundinni rökfræði jafngildir tvígildislögmálið þeirri niðurstöðu að engin staðhæfing sé hvorki sönn né ósönn. Staðhæfing sem virðist hvorki vera sönn né ósönn er óákvarðanleg. En vandinn er þá ekki rökfræðilegur heldur þekkingarfræðilegur, þ.e.a.s. vandinn liggur þá í því að ekki er hægt að vita hvort staðhæfingin er sönn eða ósönn, en ekki í því að staðhæfingin sé ef til vill hvorki sönn né ósönn.

Í annars konar rökfræði, til dæmis marggildisrökfræði, getur P haft fleiri sanngildi en einungis „satt“ eða „ósatt“, til dæmis hlutlaust sanngildi og þar með verið hvorki sönn né ósönn. Ef til vill er frægasta dæmið um að heimspekingur telji staðhæfingar geta haft hlutlaust sanngildi að finna í 9. kafla verksins Um túlkun (De Interpretatione) eftir Aristóteles en þar virðist hann gera undantekningu á tvígildislögmálinu varðandi staðhæfingar um framtíðina og segja að þær geti verið hvorki sannar né ósannar; þó ber að hafa í huga að umdeilt er hvernig á að skilja þann kafla.

Sjá einnig grein um skyld lögmál.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]