Fara í innihald

Tvígengisvél

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hreyfimynd sem sýnir tvo takta tvígengisvélar

Tvígengisvél er tegund brunahreyfils þar sem stimpillinn hefur tvo takta (einn upp og einn niður) í einum snúning á knastásnum. Í taktinum frá neðri dástöðu í efri dástöðu þrýstir stimpillinn útblástrinum út á meðan eldsneyti flæðir inn í brunahólfið. Stimpilinn þjappar saman eldsneytisblöndunni og þegar hann nær efri dástöðu kveikir kerti í blöndunni sem ýtir stimplinum aftur niður og klárast þannig einn snúningur á knastásnum.

Tvígengisvélar hafa tvöfalt fleiri aflslög en fjórgengisvélar, eru léttari og hafa færri hreyfanlega hluti sem gerir þær oft ódýrari í framleiðslu. Tvígengisvélar eru algengar í mótorhjólum og sláttuvélum en mun óalgengari í bílum.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Grein um tví- og fjórgengisvélar