Tvíbroddur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Tvíbroddur er stafmerki notað í bæði grísku og latnesku letri. Á flestum tungumálum þar sem hann er notaður heitir hann circumflex, sem á rætur að rekja til latínu circumflexus „umboginn“. Í latnesku letri er tvíbroddur örvalaga ( ˆ ) en í grísku letri er hann eins og alda ( ˜ ) eða brevis á hvolfi ( ̑ ).

Tvíbroddur er notaður á ýmsum málum til þess að takna lengd hljóða, áherslu, tegund sérhljóða eða annað. Táknið er líka notað í stærðfræði og tónlist.

  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.