Tusass

Tusass (grænlenska: „heyrumst“; áður TELE Greenland og TELE-POST) er grænlenskt póst- og símafyrirtæki með einkaleyfi á rekstri síma- og internetþjónustu á Grænlandi. Fyrirtækið er að öllu leyti í eigu grænlensku heimastjórnarinnar. Það var stofnað árið 1994 með samruna símafyrirtækisins TELE Greenland og póstfyrirtækisins Kalaallit Allakkeriviat. Fyrirtækið hefur umsjón með þjóðarléninu .gl og sæstrengnum Greenland Connect sem liggur frá Nuuk til Milton á Nýfundnalandi og Landeyjasands á Íslandi. Að auki rekur fyrirtækið útvarpskeðjur og gervihnattaþjónustu (GreenSAT).[1] Árið 2016 hóf fyrirtækið að leggja sæstrenginn Greenland Connect North frá Nuuk til Aasiaat meðfram vesturströnd Grænlands.[2] Tusass hefur verið gagnrýnt fyrir lélegar nettengingar á Austur-Grænlandi þar sem íbúar á afskekktum stöðum hafa nýtt sér þjónustu Starlink í trássi við einkaleyfið.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Tusass launches new products in satellite cities“. Tusass. 22. apríl 2024.
- ↑ Sorlannguaq Petersen (15. apríl 2016). „Søkabel forlænges mod nord“. Sermitsiaq.
- ↑ „Tusass emphasizes: We are in dialogue with Starlink and other parties to negotiate the best agreements for Greenland“. Tusass. 25.4.2024.