Fara í innihald

Eiríksfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tunulliarfik)
Eiríksfjörður
Eiríksfjörður

Eríksfjörður var það nafn sem hinir norrænu Grænlendingar gáfu firðinum sem í dag heitir Tunulliarfik á grænlensku. Fjörðurinn er í Kujalleq sveitarfélaginu á Suður-Grænlandi.

Eiríksfjörður er í raun norðurhluti mjög langs fjarðar, fyrir sunnan Narsaq er hann kallaður Skovfjord. Eiríksfjörður er um 60 km langur. Fjörðurinn er allur mjög djúpur, allt að 300 metra dýpi þar sem hann er dýptstur.[1] Há fjöll rísa beggja vegna fjarðarins, mörg þeirra í yfir 1.000 m hæð. Hæst þeirra er Illerfissalik, sem nefnt var Búrfell af norrænu Grænlendingunum, er það 1752 m hátt.[2]

Nokkrar litlar byggðir eru við  Eiríksfjörðinn. Narsarsuaq og Brattahlíð, sem heitir á grænlensku Qassiarsuk, eru sitt hvoru megin við fjörðinn nálægt botni hans. Suðaustan við fjörðinn liggur Qaqortoq skaginn, þar sem Vatnahverfið var í norrænu byggðinni.

Grænlenskar kindur. Sauðféstofninn á Grænlandi er að mestu frá Íslandi en einnig frá Færeyjum
Grænlenskar kindur. Sauðféstofninn á Grænlandi er að mestu frá Íslandi en einnig frá Færeyjum

Syðst á Narsaq-skaganum, vestan við fjörðinn, er gróðursælt láglendi með talsverðum landbúnaði og þar er aðal sauðfjárrækt á Grænlandi.[1]  Engin byggð er sunnan við Narsaq í firðinum.[2]

Norrænir Grænlendingar

[breyta | breyta frumkóða]

Fjörðurinn var eitt þéttbýlasta svæði norrænna grænlendinga og var miðstöð Eystribyggðar og jafnframt með fyrstu svæðum sem byggð voru við landnám árið 985 samkvæmt Íslendingasögum.

Í Eiríks sögu rauða segir meðal annars:

“Sigldi Eiríkur á haf undan Snæfellsjökli og kom utan að jökli þeim er Bláserkur heitir. Hann fór þaðan suður að leita ef þar væri byggjanda.

Hann var hinn fyrsta vetur í Eiríkseyju, nær miðri hinni vestri byggðinni. Um vorið eftir fór hann til Eiríksfjarðar og tók sér þar bústað.”[3]

Og í Landnámabók segir: “Eiríkur nam síðan Eiríksfjörð og bjó í Brattahlíð[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Henning Sørensen; Anker Weidick; Henry Emeleus; Brian Upton; Karsten Secher; Tom Andersen (2006). Geological Guide - South Greenland. The Narsarsuaq - Narsaq - Qaqortoq. De Nationale Geologiske Undersøgelser for Danmark og Grønland (GEUS). ISBN 978-8778714312.
  2. Per Ivar Haug tók saman (2005). Gazetteer of Greenland. Universitetsbiblioteket i Trondheim. ISBN 82-7113-114-1.