Tungufell í Svarfaðardal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tungufell í Svarfaðardal. Rimar og Hvarfsfjall bera við himin.

Tungufell í Svarfaðardal er bær sem stendur austan Svarfaðardalsár norðan undir Stólnum. Ekkert fjall eða fell er þar í nánd sem ber þetta nafn en land jarðarinnar er í tungunni milli Svarfaðardals og Skíðadalsár. Handan árinnar er Hreiðarstaðafjall bæði bratt og hátt. Tungufell er vafalaust gömul jörð enda landmikil og vel í sveit sett. Bærinn kemur fyrst fyrir í heimildum í jarðakaupabréfi frá 1409 og nafn hans sést oft og víða í fornum bréfum eftir það enda stóðu lengi allmiklar deilur um eignarhaldið á jörðinni. [1] Meðal eigenda má sjá Arnfinn Þorsteinsson á Urðum og Jón Arason biskup. Hálfkirkja eða bænahús var á Tungufelli í kaþólskum sið og enn sást þar móta fyrir kirkjurústinni þegar jarðabókin var skráð 1712. Þar hét Kirkjutóft. Allmörg kot eða afbýli voru byggð út úr Tungufellslandi fyrr á öldum en lítið ber á þeim minjum í dag. Nefna má Litla-Tungufell, Tungukot, Krákustaði og Kringlu. Búskapur lagðist af á Tungugelli og jörðin fór í eyði um 1970. Nú er þar sumarhús.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Stefán Aðalsteinsson 1976. Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík