Tunglvik
Útlit

Tunglvik eru reglulegar litlar breytingar á sýndarstöðu tunglsins miðað við athuganda á jörðu og stafa af mismuninum á brautarfleti og snúningi tunglsins. Þau valda því að athugandi sér örlítið mismunandi hluta tunglsins á hverjum tíma. Þau tengjast breytingum á sýndarstærð tunglsins eftir mismunandi fjarlægð frá jörðu. Tunglvik valda því að rúmur helmingur yfirborðs tunglsins (59%) er sýnilegur frá jörðu.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Spudis, Paul D. (2004). „Moon“. World Book at NASA. Afrit af upprunalegu geymt þann 3 júlí 2013. Sótt 27 maí 2010.