Fara í innihald

Tundurstirtla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tundurstirtla
Tundurstirtla
Tundurstirtla
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggi ("Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Brynstirtluætt (Carangidae)
Ættkvísl: Megalaspis cordyla
Tegund:
M. cordyla

Tvínefni
Megalaspis cordyla
(Linnaeus, 1758)

Tundurstirtla (fræðiheiti: Megalaspis cordyla) er straumlínulagaður uppsjávar- og torfufiskur í strandsjó af brynstirtluætt og ættbálki borra.

Einkenni og útlit

[breyta | breyta frumkóða]

Tundurstirtlu má þekkja á löngum brjóstugga sínum, þar að auki er hún silfurhvít á maganum og hliðunum og blágræn að ofan. Það sem einkennir fiska af þessari ætt er einskonar felulitur fyrir þá því einungis er hægt að sjá þá í sjónum ef horft er ofan á þá. Tundurstirtla er einnig þekkjanleg af áberandi beinni línu á hlið sinni og svarta stóra blettinum sem er ofan á tálknlokinu og rétt fyrir framan sporð hennar. Að auki hefur hún fölgula ugga við endaþarminn sem verða dökkir út í endana. Hún hefur líka mjög einkennandi augnlok sem hylur nær allt augað.

Fiskar af þessari ætt hafa tvo bakugga, annar þeirra eða sá fremri er með broddgeisla en hinn með liðgeisla. Í raufarugganum er stórt bil á milli tveggja fremstu broddgeislanna og þess þriðja sem er vaxinn við liðgeislunum. Enginn gaddur er á tálknloki og eru flestar tegundir, eða þær 140 sem þekkjast nytjafiskar en þeir lifa í hlýjum sjó.

Tundurstirtla virðist hrygna tvisvar sinnum á ári, eða um miðjan janúar og í maí en hrygning hennar stendur yfir í um tvo mánuði. Tundurstirtla getur orðið allt að 80 cm að lengd en þó er algengast að hún nái 30 til 40 cm lengd og verði allt að 3-4 kg að þyngd. Helsta fæða hennar eru aðrir fiskar.

Tundurstirtla veiðist oftast á 20-100 m dýpi og veiðist hún m.a. með botnvörpu, kvíanet, gildrum, á línu og með trolli. Helsti staður sem hún veiðist á er í Vestur-Indlandshafi, en einnig veiðist hún líka í Vestur-Kyrrahafi eða allt frá Japan til Ástralíu. Tæland, Indland og Malasía eru lönd sem veiða hvað mest af Tundurstirtlu og virðist hún vera mikilvægur fiskur fyrir þau lönd eins og sjá má á línuritinu hér að neðan. Tundurstirtla er svo seld á markaði sem fersk, þurrkuð eða söltuð afurð. Seinustu tölur sem til eru yfir veiðar á Tundurstirtlu eru síðan árið 2016 en þá voru veidd 108.379 tonn af henni.

Veiðisvæði tundurstirtlu.

Hér má sjá kort frá FAO sem sýnir öll þau helstu svæði þar sem Tundurstirtla veiðist.

Afli tundurstirtlu á heimsvísu

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan hafa veiðar farið nokkurn veginn stigmagnandi með árunum og náðu þær fyrst hámarki árið 2010, en þá var veitt 112.386 tonn af Tundurstirtlu og síðan aftur árið 2016 sem sjá má á myndinni hér að neðan, þegar veidd voru um 137.834 tonn af henni.

Veiðar eftir löndum

Hér sést hvaða lönd hafa verið að veiða Tundurstirtlu frá 1970 til ársins 2016 og eins og áður hefur komið fram sést að Indónesía og Tæland veiða hvað mest af Tundurstirtlu, en þeir veiða til samans helminginn af því sem veitt var af henni árið 2016.

  • „Finny Scad“. Sótt 16. febrúar 2019.
  • „Megalaspis cordyla“. Sótt 16. febrúar 2019.
  • Muus, J. B., Nielsen, G. J., Dahlstrøm, P. og Nyström, B. O. (1999). Fiskar og fiskveiðar (Jón Jónsson og Gunnar Jónsson þýddu). Reykjavík: Mál og menning.
  • Qamar, Nazia; Panhwar, Sher Khan (janúar 2018). „Assessment of Maturity, Reproduction and Reproductive Potentials of Torpedo Scad, Megalaspis cordyla (Linnaeus, 1758) from Northern Arabian Sea Coast of Pakistan“. Russian Journal of Marine Biology (enska). 44 (1): 42–50. doi:10.1134/S1063074018010078. ISSN 1063-0740.
  • „Torpedo Scad“. Sótt 16. febrúar 2019.