Transsexúal
Transsexúal er hugtak sem notað er til að lýsa einstaklingi sem hefur gengist undir, eða hyggst gangast undir, meðferðir og aðgerðir til að aðlaga líkamann að því kyni sem sá einstaklingur samsamar sig með.[1][2][3] Einstaklingar með slíkan kynama (transsexúalisma) hafa haft hann frá barnæsku.[1][4] Hann er óháður kynhneigð og er þekktur meðal einstaklinga af öllum kynjum, í öllum löndum og meðal allra þjóðfélagshópa.[1] Jafnframt hefur slíkur kynami verið þekktur í gegnum alla mannkynssöguna.[1][4]
Flestir transsexúal einstaklingar skilgreina sig einnig sem transgender, sem er víðtækara hugtak.[2] Transgender vísar almennt til einstaklinga sem hafa kynvitund sem er ekki í samræmi við kynið sem þeim var úthlutað við fæðingu, en þetta kallast kynósamræmi (e. gender incongruence).[2][5] Því getur einstaklingur strangt til tekið verið transsexúal án þess að skilgreina sig sem transgender, þó að það sé mjög sjaldgæft í dag þar sem hugtakið „transgender“ er orðið almennara og víðtækara yfirheiti.[6][2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Arnarsson, Daníel (6 janúar 2010). „Er einhver þeirra er fæddur sem kona?“. Samtökin '78. Sótt 11 júní 2025.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 says, Emily Wells (1. desember 2024). „Transgender vs Transsexual vs Transvestite: What's the Difference?“. news.lgbti.org (bandarísk enska). Sótt 11 júní 2025.
- ↑ Arnarsson, Daníel (20 nóvember 2014). „Minningardagur trans fólks“. Samtökin '78. Sótt 11 júní 2025.
- ↑ 4,0 4,1 „Orðalisti – Trans Ísland“. Sótt 11 júní 2025.
- ↑ „Talað um trans – Handbók um hugtök og orðræðu –“ (PDF). Trans Ísland. 2023.
- ↑ Sindri Snær Einars. (Október 2017). „Hvað er að vera trans (transgender)?“. Áttavitinn.