Fara í innihald

Dráttarvél

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Traktor)
Nútíma dráttarvél

Dráttarvél (eða traktor) er vélknúið ökutæki, sem er aðallega notað til dráttar og til að knýja önnur tæki, til dæmis vagna, jarðvinnslutæki, sláttuvélar og fleira. Dráttarvélar eru mikið notaðar við landbúnaðarstörf og sömuleiðis til dæmis við garðrækt í borg.

Dráttarvélar á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta dráttarvélin var keypt til Vestfjarða vorið 1926. Það var Búnaðarfélag Nauteyrarhrepps sem keypti vélina. Búnaðarsamband Vestfjarða veitti styrk til kaupanna. Árið 1928 keypti Búnaðarfélag Eyrarhrepps dráttarvél til að nota í Skutulsfirði og svo fjölgaði dráttarvélum smán saman. Í fyrstu voru það búnaðarfélögin sem keyptu dráttarvélarnar. Búnaðarsambandið styrkti kaupin og styrkti líka ferjukaup því samgöngur voru þannig að notast varð við ferjur til að flytja dráttarvélar á milli staða. [1]

Orðið dráttarvél kom fram nokkuð snemma, á fyrstu áratugum 20. aldar, [2], og hafði náð vissri fótfestu en þótti of langt í samsetningum. Þá var reynt að búa til hæfara nýyrði, til dæmis dragi og dragall [3] [4] og voru höfð um dráttarvél en þau náðu aldrei fótfestu. Dráttarvél hafði loks yfirhöndina og er notað jöfnum höndum ásamt orðinu „traktor“, sem er latína og þýðir „sá sem dregur“.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Firðir og fólk 1900-1999, Vestur Ísafjarðarsýsla, Búnaðarsamband Vestfjarða 1999
  2. Tímarit.is
  3. Dragi eða dragall; grein í Þjóðviljanum 1955
  4. Nýyrði II komið út; grein í Þjóðviljanum 1954
  Þessi landbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.