Trafakefli
Útlit


Trafakefli er áhald sem notað var til að strauja og slétta þvott (tröf). Trafakeflin voru tvö saman og var undirkeflið var sívalningur sem tröfin voru undin upp á, en með yfirkeflið sem var þjöl eða viðarstykki, slétt að neðan var velt fram og aftur á sléttu borði þangað til þvotturinn var orðinn sléttur. Það tíðkaðist að menn gáfu heitkonum sínum trafakefli í tryggðapant og voru þau þá skrautleg, oft með miklum útskurði.


Trafakefli voru fyrst einföld að gerð. Á 17. öld var farið að útbúa skreytt trafakefli. Trafakefli varð eftir það ekki eingöngu tæki til að slétta þvott heldur einnig gjöf sem menn færðu tilvonandi brúðum, þau urðu vinsæl sem trúlofunargjafir.